Höfuðið í skýjunum.

Fæturnir á jörðinni.


Hagkvæmar skýjalausnir sem skila árangri

Skýjaþjónustur eru kjarni í rekstri margra fyrirtækja, en þær geta verið flóknar og krefjandi í stjórnun. FinOps tengir saman fjármál og tækni til að tryggja hagkvæmni og hámarksárangur.


Með áratuga reynslu af upplýsingatækni og skýjum hef ég hjálpað fyrirtækjum eins og WuXi NextCode, Controlant og Andes að ná framúrskarandi árangri.

Jessica Irani photographer

Kostnaðarhagræðing


Skýjakostnaður er flókinn og síbreytilegur. Með nákvæmri greiningu á hvaða þjónustur eru notaðar og hvernig, hjálpa ég þér að forgangsraða og skera niður óþarfa kostnað.

Sem óháður utanaðkomandi aðili með 100% fókus á skýjakostnaðinn létti ég álagi af fjármála- og upplýsingatæknistjórum.

Ég framkvæmi ítarlega greiningu á skýjanotkun, set upp vöktun og fylgist með breytingum í rauntíma.

Niðurstaðan er skýr yfirsýn, minni sóun og mælanlegur sparnaður sem getur numið hundruðum þúsunda á
mánuði.

Skýjaráðgjöf


Sem óháður ráðgjafi veiti ég stjórnendum tækifæri til að spegla verkefni sín og áskoranir. Þetta hjálpar við að skerpa stefnuna, forgangsraða rétt og auka skilvirkni.


Ég vinn með fyrirtækjum að því að þróa eða bæta skýjastefnu þeirra, með það að markmiði er að tryggja að skýjanotkun styðji við viðskiptaáherslur og langtímastefnu fyrirtækisins.


Með því að skoða hvernig þróunarferlar, samvinna og sjálfvirkni ganga fyrir sig hjálpa ég við að hámarka afköst og minnka sóun.


Ég veiti einnig ráðgjöf um DevOps ferla og bestu venjur í skýjarekstri, byggt á reynslu minni af stórum og flóknum verkefnum.


Jessica Irani photographer
Jóhannes owner FinOps

Um mig


Ég er sérfræðingur í skýjarekstri með sérstaka áherslu á kostnaðarhagræðingu (Financial Cloud Operations / FinOps) og yfir 25 ára reynslu í upplýsingatækni.


2017-2020: Starfaði hjá Wuxi NextCode, þar sem ég sinnti
stjórnun á stórum skýjareikningum.


2020-2023: Starfaði hjá Controlant á tímum COVID-sprengivaxtar fyrirtækisins, þar sem ég hafði umsjón með rekstri og kostnaðarstýringu skýjalausna.


2023-2024: Rekstrarstjóri (COO) hjá Andes, Advanced AWS samstarfsaðila. Andes sameinaðist síðar APRO, þar sem ég starfaði sem öryggisstjóri (CISO).


Ég hef einnig djúpa þekkingu á kostnaðarstýringu í Microsoft Azure.


2012-2017: Teymisstjóri hjá CCP þar sem ég öðlaðist dýrmæta reynslu í stjórnun og leiðtogaþjálfun.


Hef komið að ISO 27001, PCI og HITRUST vottunum, sem tryggja öryggi og samræmi í rekstri fyrirtækja.


Að auki hef ég kennt kúrs í Háskóla Reykjavíkur um hugbúnaðarframleiðslu (DevOps) þar miðlaði ég reynslu minni af skilvirkum vinnuferlum og þróunaraðferðum.


Tölum saman!
Johannes@finops.is eða bókaðu okkur í stutt spjall, það kostar ekkert ;)